Viðskipti innlent

Stimpilgjöld jukust um 63%

Innheimta stimpilgjalda jókst um tæplega 63% hér á landi á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2004 miðað við sama tímbil ársins á undan. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á lánamarkaðnum á árinu og hafa leitt til þess að margir hafa skuldbreytt lánum sínum. Þetta kemur fram á vefriti frjármálaráðuneytisins þar sem nýjar tölur eru birtar um greiðsluafkomu ríkissjóðs frá janúar til nóvember á síðasta ári. Samkvæmt þeim reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 8,2 milljarða króna sem er 14,5 milljörðum betri staða en á sama tímabili ársins á undan. Heildartekjur ríkissjóðs námu um 248 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs og hækkuðu um rúmlega 18 milljarða á milli ára eða um 8%. Skatttekjur ríkisins námu þar af 230 milljörðum króna sem er 13,7% meiri innheimta en á sama tíma á árinu á undan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×