Viðskipti innlent

Hagnast um 800 milljónir

Sjö stjórnendur hjá KB banka hagnast um nærri því 769 milljónir króna ákveði þeir að selja hluti sem þeir fengu samkvæmt kaupréttarsamningi árið 2000. Markaðsvirði hlutanna er samkvæmt gengi KB banka í gær um 929 milljónir króna en þeir voru keyptir á genginu 102,5 en gengi bréfa í KB banka var 596 krónur á hvern hlut í gær.

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB banka, keypti flesta hlutina eða um helming og nemur hagnaður hans því um 390 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×