Viðskipti innlent

Nýtt bankaútibú á Egilsstöðum

Íslandsbanki opnar nýtt útibú á Egilsstöðum í ársbyrjun og verður það til húsa þar sem Bónus var. Tveir þjónustufulltrúar hafa verið ráðnir til starfa í útibúinu sem í fyrstu verður stýrt frá útibúi Íslandsbanka á Reyðarfirði og opnað var fyrir rúmu ári. Samhliða fólksfækkun á Austurlandi fækkaði útibúum bankanna í fjórðungnum en eftir að ljóst var að reist yrði álver í Reyðarfirði hefur þeim fjölgað á ný. Til skamms tíma var Landsbankinn einn banka með útibú á Reyðarfirði en nú eru þrjár bankastofnanir þar með útibú. Öll eru þau við sömu götuna sem sumir kalla Wall Street.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×