Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán 28. desember 2004 00:01 Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira