Viðskipti innlent

Væntingavísitalan aldrei hærri

Væntingavísitala Gallup hefur ekki áður mælst hærri í desembermánuði en í desember í ár. Hún mælist nú 111 stig og lækkaði lítillega á milli nóvember og desember, eða um 0,6 stig, að sögn Íslandsbanka. Vísitalan hefur lækkað um 18,4 stig frá því í september. Mat á atvinnuástandinu hækkar um tæp fimm stig en síðasta mæling var gerð þegar verkfall grunnskólakennara stóð yfir. Aðrar undirvísitölur lækka á milli mánaða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×