Viðskipti innlent

Gengi dollars fallið um 6,9%

Gengi dollars hefur fallið alls um 6,9% gagnvart evru á árinu og um 3,3% gagnvart japönsku jeni. Opinberir aðilar í Bandaríkjunum hafa látið hafa eftir sér að ekki verði gripið inn í flotgengi dollarans með kaupum á gjaldeyri til að vega á móti þeim mikla veikingarþrýstingi sem halli á viðskiptum við útlönd setur á dollarann um þessar mundir samkvæmt hálffimmfréttum KB banka.   Innflæði fjármagns hefur farið þverrandi upp á síðkastið en t.a.m. voru kaup erlendra aðila á bandarískum verðbréfum í nóvember u.þ.b. 48 milljarðar dollara og stóðu erlend verðbréfakaup nærri því í stað frá sama tíma í fyrra. Veikari gjaldmiðill dregur úr halla á viðskiptum við útlönd sem er jákvætt fyrir bandarískt efnahagslíf, þótt aðlögunin að nýju jafnvægi geti orðið sársaukafull, sérstaklega ef gengi dollarans fellur hratt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×