Viðskipti innlent

Mikil aukning í verðbréfakaupum

Erlend verðbréfakaup námu 8,6 milljörðum króna nettó í nóvember samanborið við 6,4 milljarða í nóvember í fyrra samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Það sem af er ári (jan-nóv) nema erlend verðbréfakaup 65,4 milljörðum.króna samanborið við 54,2 milljarða allt árið í fyrra.  Nær stöðugur vöxtur hefur verið í erlendri verðbréfafjárfestingu frá því um mitt ár 2002. Á þessu ári hafa kaupin numið 5-6 milljörðum króna að meðaltali á mánuði. Þetta setur að öðru óbreyttu þrýsting til lækkunar á gengi krónunnar. Greiningardeild Íslandsbanka býst við að þróunin á næsta ári verði svipuð og í ár og að erlend verðbréfakaup verði á bilinu 60-80 milljarðar króna nettó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×