Viðskipti innlent

Morgan Stanley sér um sölu Símans

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu og fjármálafyrirtækið Morgan Stanley rituðu í dag undir samkomulag um að fyrirtækið veiti nefndinni ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við sölu ríkisins á hlutabréfum í Landssíma Íslands. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði í fréttum RÚV að salan ætti að geta farið fram á fyrri hluta næsta árs því ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að koma hugmyndum Morgan Stanley í framkvæmd eftir 2-3 mánuði. Hinn 25. október sl. rann út frestur til að skila inn tilboðum vegna ráðgjafar við sölu á Símanum. Alls bárust 14 tilboð innlendra og erlendra aðila. Eftirtaldir aðilar skiluðu tilboðum: Carnegie og Verðbréfastofan Credit Suisse First Boston og Alfa Deloitte Deutsche Bank og MP Fjárfestingarbanki Ernst & Young Handelsbanken Capital Markets HSH Gudme JP Morgan og Íslandsbanki KPMG Landsbankinn Lazard Lehman Brothers og Allied Partners  Morgan Stanley Pricewaterhouse Coopers Ákvörðun um að ganga til samninga við Morgan Stanley var tekin að undangengnu mati framkvæmdanefndar um einkavæðingu á tilboðum þar sem m.a. var horft til verðþáttar, þjónustu og gæða tilboða. Morgan Stanley býr yfir mikilli reynslu af ráðgjöf og einkavæðingu, þ.m.t. í fjarskiptageiranum.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×