Viðskipti innlent

VSP fær starfsleyfi

Verðbréfaþjónusta Sparisjóðsins fékk í gær starfsleyfi sem verðbréfaþjónsta. Fyrirtækið er dótturfélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Í frétt frá VSP kemur fram að stefnt sé að því að nær allir sparisjóðir landsins verði eignaraðilar að VSP en fyrirtækið er að mestu sprottið upp úr SPH verðbréfum þar sem Már Wolfgang Mixa hefur verið framkvæmdastjóri. Hann verður einnig framkvæmdastjóri hins nýja félags en það mun hafa starfsstöð í Norðurturni Kringlunnar. Starfsemin hefst formlega í janúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×