Norsku leið Símans lokað 22. desember 2004 00:01 Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira