Sæmundur reiðubúinn til brottfarar 18. desember 2004 00:01 Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira