Fischer ekki eini vitleysingurinn 17. desember 2004 00:01 Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira