Viðskipti innlent

Fleiri kvarta vegna Bandaríkjabíla

Landsmenn hafa í auknum mæli notfært sér lágt gengi dollars og keypt bíla beint frá Bandaríkjunum, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Meðal annars hafa bílar verið keyptir af uppboðsmarkaðinum e bay. Stefán sagði að þeir sem leituðu til FÍB með sín mál væru með bíla sem hefðu bilað eða reyndust jafvel vera tjónaðir, sem þeir hefðu ekki átt að vera við kaupin. "Bílar eru framleiddir fyrir tiltekin markaðssvæði og þeir bílar sem þarna eru keyptir í eins konar lausasölu eru ekki fyrir Evrópumarkað," sagði Stefán. "Framleiðendaábyrgð á þeim gildir einfaldlega ekki hér, þannig að menn geta setið uppi með skaða. Ef þeir vilja sækja rétt sinn verða þeir einfaldlega að fá sér lögfræðing og fara í mál." Stefán sagði nauðsynlegt að fólk vissi af því að ekki væri hægt að sækja ábyrgðir til umboða hér vegna bíls sem það hefði keypt og flutt inn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×