Júlíus Hafstein 35. sendiherrann 15. desember 2004 00:01 Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira