Nýr kjóll á hverjum jólum 15. desember 2004 00:01 "Ég er algjör kjólafrík, ég held að það sé minn helsti veikleiki," segir Elín María Björnsdóttir sjónvarpskona. "Ég lét náttúrulega ekki duga að kaupa mér einn jólakjól heldur keypti mér tvo. Ég er algjört Oasis fan og vinkonur mínar kalla hana meira að segja búðina hennar Ellu." Annar kjóllinn sem Elín keypti sér fyrir jólin er svartur og einfaldur en hinn er rauður og skrautlegur. "Ég er náttúrulega húsmóðir svo ég er praktísk og keypti mér silfurlitaða skó og tösku sem gengur við báða kjólana." Elín María hefur það fyrir reglu að kaupa sér kjól fyrir jólin og stelpurnar hennar tvær fá líka alltaf nýjan kjól. "Ég held að ég hafi klæðst kjól á jólunum síðustu átta til níu árin, þetta er eitthvað í mér," segir Elín sem er á fullu í jólaundirbúningunum. "Þetta gengur bara mjög vel. Við erum búnar að baka piparkökur og sörur, skreyta húsið að utan og um helgina stefnum við fjölskyldan að fara og höggva jólatréið saman." Lestu viðtöl við fleiri glæsilegar konur sem kaupa sér alltaf jólakjóla í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Bindi Boga bætast í búningasafnið Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég er algjör kjólafrík, ég held að það sé minn helsti veikleiki," segir Elín María Björnsdóttir sjónvarpskona. "Ég lét náttúrulega ekki duga að kaupa mér einn jólakjól heldur keypti mér tvo. Ég er algjört Oasis fan og vinkonur mínar kalla hana meira að segja búðina hennar Ellu." Annar kjóllinn sem Elín keypti sér fyrir jólin er svartur og einfaldur en hinn er rauður og skrautlegur. "Ég er náttúrulega húsmóðir svo ég er praktísk og keypti mér silfurlitaða skó og tösku sem gengur við báða kjólana." Elín María hefur það fyrir reglu að kaupa sér kjól fyrir jólin og stelpurnar hennar tvær fá líka alltaf nýjan kjól. "Ég held að ég hafi klæðst kjól á jólunum síðustu átta til níu árin, þetta er eitthvað í mér," segir Elín sem er á fullu í jólaundirbúningunum. "Þetta gengur bara mjög vel. Við erum búnar að baka piparkökur og sörur, skreyta húsið að utan og um helgina stefnum við fjölskyldan að fara og höggva jólatréið saman." Lestu viðtöl við fleiri glæsilegar konur sem kaupa sér alltaf jólakjóla í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Bindi Boga bætast í búningasafnið Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira