Viðskipti innlent

Frekari samruni norrænna kauphalla

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði í viðtali við alþjóðlegu CNBC- fréttastofuna í dag að hann væri hlynntur frekari samruna norrænu kauphallanna. Hann lagði þó áherslu á að sameining íslensku kauphallarinnar við aðra verðbréfamarkaði á Norðurlöndunum væri ekki á dagskrá og ekki lægi enn fyrir hvaða kosti slíkt kynni að hafa í för með sér. Sænska OMX kauphöllin og Kauphöll Danmerkur sameinuðust í síðasta mánuði, en OMX, sem varð til við samruna sænsku kauphallarinnar og þeirrar finnsku, er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu með yfir 500 fyrirtæki skráð. Forsvarsmenn beggja hafa skorað á Kauphöll Íslands og Kauphallir Noregs að ganga til liðs við þá og sameinast, með það að markmiði að skapa einn öflugan verðbréfamarkað á Norðurlöndunum og auka þannig samkeppnishæfnina gagnvart risamörkuðum í Þýskalandi og Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×