Á við góða hugleiðslu 10. desember 2004 00:01 "Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin. Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin.
Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira