Aðventuhátíð í faðmi fjalla 9. desember 2004 00:01 Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla. Ferðalög Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla.
Ferðalög Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira