Viðskipti innlent

Norðurljós heyra sögunni til

Norðurljós munu heyra sögunni til þegar óuppgerðar skattaskuldbindingar fyrirtækisins hafa verið gerðar upp, segir stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir að séð verði til þess að eftirstandandi eignir muni duga til þess að greiða skuldir sem eftir á að gera upp. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að þegar skuldir og óuppgerð skattamál Norðurljósa verði til lykta leidd muni Norðurljós heyra sögunni til. Eftir kaup Og Vodafone á dótturfélögum Norðurljósa, Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt ehf., er enda lítið eftir af móðurfélaginu Norðurljósum. Einhver hluta- og skuldabréf verða eftir en rekstur verður enginn að sögn Skarphéðins. Spurður á hvern skattaskuldbindingarnar muni falla segir Skarphéðinn það vera eigendur Norðurljósa, eins og alltaf hafi legið fyrir. Skuldirnar verða að líkindum gerðar upp á næsta ári og eignir sem eftir verða í Norðurljósum verða notaðar til að standa við þær skuldbindingar. Norðurljós munu þá heyra sögunni til en rekstur fjölmiðla Íslenska útvarpsfélagsins og Fréttar ehf. halda áfram undir merkjum Og Vodafone.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×