Þeir tekjuháu fá mest 29. nóvember 2004 00:01 Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira