Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra 27. nóvember 2004 00:01 Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. Innlent Tækni Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Innlent Tækni Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira