Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir 27. nóvember 2004 00:01 Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra þegar hún kynnti könnun á norræna tölvuleikjamarkaðnum fyrir börn og unglinga á ráðstefnunni Nordic Game Potential í Málmey í Svíþjóið í gær. Ráðherrann sagði þessa þróun hafa í för með sér spennandi menningarpólitískar áskoranir og þess vegna standi Ísland, sem nú gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, fyrir ráðstefnunni. Erik Robertsson, sem gert hefur könnun á norrænum tölvuleikjum, markaðshlutdeild þeirra og fleira fyrir ráðherranefndina, sagði frá því að Norðurlönd eru sjötti stærsti tölvuleikjamarkaður heims. Aðeins fimm prósent seldra leikja geta hins vegar talist norrænir og aðeins eitt prósent leikjanna eru bæði á norrænu tungumáli og framleiddir á Norðurlöndum. Samt sem áður eru 200 fyrirtæki sem starfa á þessu svið á Norðurlöndum og starfa þar um 1000 manns. Þessi fyrirtæki starfa á mjög erfiðum markaði. Það er þó eftir miklum fjármunum að slægjast ef leikir slá í gegn eins og nú hefur gerst með leikina Backpacker frá Svíþjóð og Hitman frá Danmörku. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra þegar hún kynnti könnun á norræna tölvuleikjamarkaðnum fyrir börn og unglinga á ráðstefnunni Nordic Game Potential í Málmey í Svíþjóið í gær. Ráðherrann sagði þessa þróun hafa í för með sér spennandi menningarpólitískar áskoranir og þess vegna standi Ísland, sem nú gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, fyrir ráðstefnunni. Erik Robertsson, sem gert hefur könnun á norrænum tölvuleikjum, markaðshlutdeild þeirra og fleira fyrir ráðherranefndina, sagði frá því að Norðurlönd eru sjötti stærsti tölvuleikjamarkaður heims. Aðeins fimm prósent seldra leikja geta hins vegar talist norrænir og aðeins eitt prósent leikjanna eru bæði á norrænu tungumáli og framleiddir á Norðurlöndum. Samt sem áður eru 200 fyrirtæki sem starfa á þessu svið á Norðurlöndum og starfa þar um 1000 manns. Þessi fyrirtæki starfa á mjög erfiðum markaði. Það er þó eftir miklum fjármunum að slægjast ef leikir slá í gegn eins og nú hefur gerst með leikina Backpacker frá Svíþjóð og Hitman frá Danmörku.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira