Lágreist brú besti kosturinn 22. nóvember 2004 00:01 Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent