Massíf úlpa í kuldanum 18. nóvember 2004 00:01 Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa. "Ég er nýbúinn að kaupa mér rosalega hlýja og góða vetrarúlpu. Ég hugsaði að ég þyrfti að kaupa mér mjög massíva úlpu því það var orðið svo kalt," segir Kristján og ekki seinna vænna því kuldaboli er aldeilis kominn á stjá í öllu sínu veldi. "Ég keypti úlpuna í Dressman og lít því næstum því út eins og gaurarnir í Dressman-auglýsingunum. Þetta er ljós brún úlpa með hettu og það er loðkragi á hettunni. Hún heitir held ég Kanada og er rosa fín," segir Kristján sem reynir að komast hjá því að versla eins og alvörukarlmaður. "Ég versla ekki svo mikið. Ég reyni bara að kaupa mér föt þegar mig vantar föt. Ég er aldeilis engin fatafrík. Ég reyni samt að vera hagkvæmur í innkaupum og reyni að kaupa eitthvað flott og ódýrt. Það er eiginlega mitt mottó," segir Kristján sem kaupir sér örugglega ekki mikið í bráð þar sem úlpan góða er í algjöru uppáhaldi. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa. "Ég er nýbúinn að kaupa mér rosalega hlýja og góða vetrarúlpu. Ég hugsaði að ég þyrfti að kaupa mér mjög massíva úlpu því það var orðið svo kalt," segir Kristján og ekki seinna vænna því kuldaboli er aldeilis kominn á stjá í öllu sínu veldi. "Ég keypti úlpuna í Dressman og lít því næstum því út eins og gaurarnir í Dressman-auglýsingunum. Þetta er ljós brún úlpa með hettu og það er loðkragi á hettunni. Hún heitir held ég Kanada og er rosa fín," segir Kristján sem reynir að komast hjá því að versla eins og alvörukarlmaður. "Ég versla ekki svo mikið. Ég reyni bara að kaupa mér föt þegar mig vantar föt. Ég er aldeilis engin fatafrík. Ég reyni samt að vera hagkvæmur í innkaupum og reyni að kaupa eitthvað flott og ódýrt. Það er eiginlega mitt mottó," segir Kristján sem kaupir sér örugglega ekki mikið í bráð þar sem úlpan góða er í algjöru uppáhaldi.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira