Pestókartöflur með kjöti og fiski 11. nóvember 2004 00:01 Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa. Spara má mikinn tíma og fyrirhöfn með því að nota forsoðnar kartöflur. Þær fást í handhægum pakkningum án hýðis. Kartöflurnar eru forsoðnar í pakkningunum svo lítið tapast af næringarefnum. Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir sem gefa góða hugmynd um hvernig nota má forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæjar til að búa til hollan og góðan mat án mikillar fyrirhafnar. Kartöflur eru kolvetnaríkar, en kolvetnin eru flókin og gefa ágæta langtímaorku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar og eru jafnframt ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap líkamans og vöðvasamdrátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokkuð sem allir ættu að leggja áherslu á til að bæta heilsu og líðan. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með aðalréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fituhlutfall máltíðarinnar. Pestó-kartöflur - góðar með steiktu kjöti, kjúklingi og fiski, eða einar sér með salati og brauði. 500 g forsoðnar kartöflur 1 msk. olía 1/2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 4-5 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 2 msk. pestósósa nýmalaður pipar salt e.t.v. nokkur söxuð basilíkulauf Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Meirihlutanum af tómötunum bætt í pottinn ásamt kartöflum og pestósósu. Látið malla áfram við vægan hita þar til kartöflurnar eru heitar í gegn og tómatarnir soðnir í mauk. Þá er sósan krydduð með pipar og salti eftir smekk og síðan er afganginum af tómötunum hrært saman við, ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót. Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa. Spara má mikinn tíma og fyrirhöfn með því að nota forsoðnar kartöflur. Þær fást í handhægum pakkningum án hýðis. Kartöflurnar eru forsoðnar í pakkningunum svo lítið tapast af næringarefnum. Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir sem gefa góða hugmynd um hvernig nota má forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæjar til að búa til hollan og góðan mat án mikillar fyrirhafnar. Kartöflur eru kolvetnaríkar, en kolvetnin eru flókin og gefa ágæta langtímaorku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar og eru jafnframt ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap líkamans og vöðvasamdrátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokkuð sem allir ættu að leggja áherslu á til að bæta heilsu og líðan. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með aðalréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fituhlutfall máltíðarinnar. Pestó-kartöflur - góðar með steiktu kjöti, kjúklingi og fiski, eða einar sér með salati og brauði. 500 g forsoðnar kartöflur 1 msk. olía 1/2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 4-5 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 2 msk. pestósósa nýmalaður pipar salt e.t.v. nokkur söxuð basilíkulauf Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Meirihlutanum af tómötunum bætt í pottinn ásamt kartöflum og pestósósu. Látið malla áfram við vægan hita þar til kartöflurnar eru heitar í gegn og tómatarnir soðnir í mauk. Þá er sósan krydduð með pipar og salti eftir smekk og síðan er afganginum af tómötunum hrært saman við, ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót.
Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira