Hækkun leikskólagjalda mótmælt 6. nóvember 2004 00:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum