Borgarstjóri segi af sér 6. nóvember 2004 00:01 Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira