Steikt gæs 5. nóvember 2004 00:01 Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira