Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp 29. október 2004 00:01 Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira