EMC gerir SE-VAR Partner samning við Tæknival 27. október 2004 00:01 Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring. Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring.
Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira