Stansted-flugvöllur 27. október 2004 00:01 "Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins," segir Geoff Colon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Stansted flugvelli í London á Englandi um framtíð flugvallarins. Stansted flugvöllur hefur stækkað mest af öllum flugvöllum í Evrópu á síðustu árum. Hann er í raun og veru eins og risastór og mjög dýr Lego-kubbur sem er alltaf hægt að bæta við. Hann er orðin miðstöð lággjaldaflugfélaga eins og Iceland Express og Ryan Air sem hafa gert samgöngur á milli landa talsvert ódýrari en áður. Um tuttugu milljónir manna fara um flugvöllinn á ári hverju en á þessu ári búast aðstandendur flugvallarins við 21 milljón farþega. Á aðeins fimmtíu flugvöllum í heiminum er meiri farþegaumferð en á Stansted. Hægt er að fljúga til rúmlega 115 staða frá Stansted, þar af var fjórtán stöðum bætt við í ár. Á flugvellinum starfa 200 fyrirtæki og eru ellefu þúsund starfsmenn þar í vinnu. "Nýr Stansted flugvöllur var opnaður árið 1991. Árið 1998 var sprenging hjá lággjaldaflugfélögum og hafa þau á síðustu árum breytt flugviðskiptum um alla Evrópu. Nú vilja íbúar á Bretlandseyjum frekar keyra langa vegalengd til að ná ódýru flugfari og því þjónar Stansted-flugvöllur stóru svæði. Við reynum að hjálpa lággjaldaflugfélögum að selja vöru sína og styðjum við bakið á þeim. Við höfum einnig opnað vefsíðuna baa.com/changingplanesatstansted.com sem sýnir fólki hvers konar tengiflug það getur fengið frá flugvellinum," segir Geoff Colon en sem dæmi er hægt er að ferðast til fjörutíu áfangastaða eftir klukkan 16 á föstudegi og koma heim á sunnudegi á Stansted. Ryan Air er eitt þekktasta lággjaldaflugfélag í Evrópu og var stofnað árið 1985. Í fyrstu flaug Ryan Air aðeins til fjögurra áfangastaða en í dag eru þeir 78. "Ryan Air gerði flugbransann mjög einfaldan. Hjá Ryan Air eru flogin fleiri flug á dag en hjá öðrum flugfélögum og eru flugin okkar á réttum tíma í 93 prósenta tilvika," segir Kell Ryan, fyrrum stjórnarformaður Ryan Air, en hann settist í helgan stein fyrir stuttu. "Í framtíðinni stefnum við á að spara enn meira til að bjóða fólki upp á lág fargjöld. Bráðum verður ekki hægt að halla sætum aftur í flugvélum okkar og gluggahlerar verða teknir út. Í staðinn fyrir sætisvasa verða auglýsingar," segir Kell Ryan og bætir við að baráttan um lægstu fargjöldin sé blóðug. "Sá sem býður lægstu fargjöldin vinnur." Ferðalög Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins," segir Geoff Colon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Stansted flugvelli í London á Englandi um framtíð flugvallarins. Stansted flugvöllur hefur stækkað mest af öllum flugvöllum í Evrópu á síðustu árum. Hann er í raun og veru eins og risastór og mjög dýr Lego-kubbur sem er alltaf hægt að bæta við. Hann er orðin miðstöð lággjaldaflugfélaga eins og Iceland Express og Ryan Air sem hafa gert samgöngur á milli landa talsvert ódýrari en áður. Um tuttugu milljónir manna fara um flugvöllinn á ári hverju en á þessu ári búast aðstandendur flugvallarins við 21 milljón farþega. Á aðeins fimmtíu flugvöllum í heiminum er meiri farþegaumferð en á Stansted. Hægt er að fljúga til rúmlega 115 staða frá Stansted, þar af var fjórtán stöðum bætt við í ár. Á flugvellinum starfa 200 fyrirtæki og eru ellefu þúsund starfsmenn þar í vinnu. "Nýr Stansted flugvöllur var opnaður árið 1991. Árið 1998 var sprenging hjá lággjaldaflugfélögum og hafa þau á síðustu árum breytt flugviðskiptum um alla Evrópu. Nú vilja íbúar á Bretlandseyjum frekar keyra langa vegalengd til að ná ódýru flugfari og því þjónar Stansted-flugvöllur stóru svæði. Við reynum að hjálpa lággjaldaflugfélögum að selja vöru sína og styðjum við bakið á þeim. Við höfum einnig opnað vefsíðuna baa.com/changingplanesatstansted.com sem sýnir fólki hvers konar tengiflug það getur fengið frá flugvellinum," segir Geoff Colon en sem dæmi er hægt er að ferðast til fjörutíu áfangastaða eftir klukkan 16 á föstudegi og koma heim á sunnudegi á Stansted. Ryan Air er eitt þekktasta lággjaldaflugfélag í Evrópu og var stofnað árið 1985. Í fyrstu flaug Ryan Air aðeins til fjögurra áfangastaða en í dag eru þeir 78. "Ryan Air gerði flugbransann mjög einfaldan. Hjá Ryan Air eru flogin fleiri flug á dag en hjá öðrum flugfélögum og eru flugin okkar á réttum tíma í 93 prósenta tilvika," segir Kell Ryan, fyrrum stjórnarformaður Ryan Air, en hann settist í helgan stein fyrir stuttu. "Í framtíðinni stefnum við á að spara enn meira til að bjóða fólki upp á lág fargjöld. Bráðum verður ekki hægt að halla sætum aftur í flugvélum okkar og gluggahlerar verða teknir út. Í staðinn fyrir sætisvasa verða auglýsingar," segir Kell Ryan og bætir við að baráttan um lægstu fargjöldin sé blóðug. "Sá sem býður lægstu fargjöldin vinnur."
Ferðalög Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira