Heitar súpur 21. október 2004 00:01 Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra.
Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira