Útgjöld að aukast 14. október 2004 00:01 Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira