Von Furstenberg-vafningskjóllinn 14. október 2004 00:01 Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur) Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur)
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira