Sætar kartöflur 8. október 2004 00:01 Sætar kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku og er getið í perúvískum heimildum frá 750 fyrir Krist. Þær eru ólíkar venjulegum kartöflum í útliti og minna meira á ofvaxnar brúnar gulrætur en nokkuð annað. En látið útlitið ekki blekkja ykkur því sætar kartöflur eru einstaklega bragðgóðar og næringarríkar og innihalda færri kolvetni en venjulegar kartöflur. Svo eru þær fullar af trefjum og bætiefnum, einkum þó A og C vítamínum. Bandaríkjamenn borða mikið af þessum gómsæta rótarávexti og geta til dæmis ekki haldið Þakkargjörðarhátíðina án þess að sætar kartöflur komi þar við sögu. Hér eru nokkur holl ráð við kaup, geymslu og neyslu á sætum kartöflum. -Kaupið þykkar og þéttar kartöflur sem eru lausar við bletti eða önnur merki um ofþroska. -Geymið sætar kartöflur á svölum, dimmum og þurrum stað en varist að geyma þær í ísskáp þar sem kuldinn gæti skemmt þær. -Neytið þeirra innan tveggja vikna frá innkaupum. -Hreinsið sætar kartöflur vel og skrúbbið fyrir neyslu. -Hægt er að borða sætar kartöflur soðnar eða í mús eins og venjulegar kartöflur en einnig er gott að rista þær og baka í ofni. Svo er líka gott að baða þær í hunangi, kanil og engifer og borða þær sem eftirrétt. Sætar kartöflur með ristuðum fennel og tarragon 2 sætar kartöflur, afhýddar 1 fennelstilkur 1 matskeið fínt saxað tarragon 1 matskeið rauðvínsedik Ólífuolía salt og pipar Uppskriftin nægir fyrir tvo Hitið ofninn í 200 °C. Skerið fennelinn í litla bita og steikið í olíunni og kryddið með salti og pipar. Ristið fennelinn síðan á bökunarplötu inni í ofni í um 20 mínútur þar til hann tekur lit og ilmar vel. Takið fennelinn þá út. Skerið sætu kartöflurnar í teninga og ristið í ofninum í 40-50 mínútur eða þangað til teningarnir eru orðnir mjúkir. Blandið svo saman sætu kartöflunum, fennelnum, edikinu og fersku tarragoni og bjóðið sem óvenjulegt meðlæti. Sætar sætar kartöflur 1 kíló sætar kartöflur, flysjaðar og rifnar 1/3 bolli púðursykur 1/4 bolli bráðið smjör 1/4 bolli kókosmjöl 1/4 bolli ristaðar, brytjaðar pecanhnetur 1/4 teskeið kanill 1/4 teskeið kókosmjólk 1/4 teskeið vanilludropar Setjið saman í pott kartöflurnar, sykur, smjör, kókosmjöl, hnetur og kanil. Setjið þétt lok og látið malla við vægan hita í 6-8 klukkustundir. Bætið svo í kókosmjólk og vanilludropum. Matur Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sætar kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku og er getið í perúvískum heimildum frá 750 fyrir Krist. Þær eru ólíkar venjulegum kartöflum í útliti og minna meira á ofvaxnar brúnar gulrætur en nokkuð annað. En látið útlitið ekki blekkja ykkur því sætar kartöflur eru einstaklega bragðgóðar og næringarríkar og innihalda færri kolvetni en venjulegar kartöflur. Svo eru þær fullar af trefjum og bætiefnum, einkum þó A og C vítamínum. Bandaríkjamenn borða mikið af þessum gómsæta rótarávexti og geta til dæmis ekki haldið Þakkargjörðarhátíðina án þess að sætar kartöflur komi þar við sögu. Hér eru nokkur holl ráð við kaup, geymslu og neyslu á sætum kartöflum. -Kaupið þykkar og þéttar kartöflur sem eru lausar við bletti eða önnur merki um ofþroska. -Geymið sætar kartöflur á svölum, dimmum og þurrum stað en varist að geyma þær í ísskáp þar sem kuldinn gæti skemmt þær. -Neytið þeirra innan tveggja vikna frá innkaupum. -Hreinsið sætar kartöflur vel og skrúbbið fyrir neyslu. -Hægt er að borða sætar kartöflur soðnar eða í mús eins og venjulegar kartöflur en einnig er gott að rista þær og baka í ofni. Svo er líka gott að baða þær í hunangi, kanil og engifer og borða þær sem eftirrétt. Sætar kartöflur með ristuðum fennel og tarragon 2 sætar kartöflur, afhýddar 1 fennelstilkur 1 matskeið fínt saxað tarragon 1 matskeið rauðvínsedik Ólífuolía salt og pipar Uppskriftin nægir fyrir tvo Hitið ofninn í 200 °C. Skerið fennelinn í litla bita og steikið í olíunni og kryddið með salti og pipar. Ristið fennelinn síðan á bökunarplötu inni í ofni í um 20 mínútur þar til hann tekur lit og ilmar vel. Takið fennelinn þá út. Skerið sætu kartöflurnar í teninga og ristið í ofninum í 40-50 mínútur eða þangað til teningarnir eru orðnir mjúkir. Blandið svo saman sætu kartöflunum, fennelnum, edikinu og fersku tarragoni og bjóðið sem óvenjulegt meðlæti. Sætar sætar kartöflur 1 kíló sætar kartöflur, flysjaðar og rifnar 1/3 bolli púðursykur 1/4 bolli bráðið smjör 1/4 bolli kókosmjöl 1/4 bolli ristaðar, brytjaðar pecanhnetur 1/4 teskeið kanill 1/4 teskeið kókosmjólk 1/4 teskeið vanilludropar Setjið saman í pott kartöflurnar, sykur, smjör, kókosmjöl, hnetur og kanil. Setjið þétt lok og látið malla við vægan hita í 6-8 klukkustundir. Bætið svo í kókosmjólk og vanilludropum.
Matur Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp