Skyldi fólk elskast í svona húsum? 5. október 2004 00:01 Kvikmyndasafn Íslands hefur heldur ólánlega staðsetningu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem er aldrei neinn á ferli það ég veit. Um daginn var samt uppselt á sýningu þar á Sigri viljans eftir Leni Riefensthal, mestu nasistamynd allra tíma. Meira að segja þingmenn úr VG sáust á sýningunni. Konan mín átti afmæli þennan dag og ég var að hugsa um að bjóða henni. Svo hætti ég við á síðustu stund, grunaði að kannski vildi hún frekar sjá eitthvað með Tom Hanks og Meg Ryan. En þarna í gamla Bæjarbíói er haldið uppi ágætri dagskrá á þriðjudögum og laugardögum, minnir dálítið á kvikmyndaklúbbinn gamla þegar Friðrik Þór var með hann. Á morgun verður til dæmis sýnd þar Fiskur undir steini, mynd þeirra Þorsteins Jónssonar og Ólafs Hauks Símonarsonar sem gerði allt vitlaust fyrir þrjátíu árum. Hún hefur að geyma hina óborganlegu senu þar sem skeggjaður og síðhærður Jón Júlíusson stendur fyrir utan einbýlishús í Grindavík og segir: "Skyldi fólk elskast meira í svona húsum?" Landinn bókstaflega ærðist yfir hrokanum í þessum piltum. Blöðin loguðu. Sama kvöld er líka sýnd Lífsmark, önnur heimildarmynd sem Þorsteinn og Ólafur gerðu um svipað leyti. Sú mynd sýnir íslenska hippamennsku í hnotskurn, kommúnu sem nokkur ungmenni settu á stofn nálægt Hveragerði. Brauðbakstur, kartöflutínslu, djammsession, leðuriðju - allt þetta. Myndin fjallar samt aðallega um lífsgæðakapphlaupið - orð sem maður er því miður næstum hættur að heyra. Hápunktur myndarinnar er þó þegar auglýsingastjóri Skjás eins kemur labbandi í fullum arabaskrúða. Þetta voru gamlir góðir tímar. Svo hitti ég Thor Vilhjálmsson í Lækjargötunni um daginn. Thor fékk að velja sitt eigið prógram hjá Kvikmyndasafninu í vetur, uppáhaldsmyndirnar sínar. Valdi auðvitað alvöru evrópska kvikmyndaklassík, ekkert drasl. Andrei Rúblev eftir Tarkovskíj, La Notte eftir Antonioni og Nazarín eftir Bunuel. Ég kvartaði undan því að það væri svo langt í Hafnarfjörð, ég kæmist ekki þangað bíllaus maðurinn. Thor sá ekki að það væri neinum vandkvæðum bundið og bauðst umsvifalaust til að ná í mig og flytja mig á sýningarnar... Sjá sýningarskrá Kvikmyndasafns Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun
Kvikmyndasafn Íslands hefur heldur ólánlega staðsetningu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem er aldrei neinn á ferli það ég veit. Um daginn var samt uppselt á sýningu þar á Sigri viljans eftir Leni Riefensthal, mestu nasistamynd allra tíma. Meira að segja þingmenn úr VG sáust á sýningunni. Konan mín átti afmæli þennan dag og ég var að hugsa um að bjóða henni. Svo hætti ég við á síðustu stund, grunaði að kannski vildi hún frekar sjá eitthvað með Tom Hanks og Meg Ryan. En þarna í gamla Bæjarbíói er haldið uppi ágætri dagskrá á þriðjudögum og laugardögum, minnir dálítið á kvikmyndaklúbbinn gamla þegar Friðrik Þór var með hann. Á morgun verður til dæmis sýnd þar Fiskur undir steini, mynd þeirra Þorsteins Jónssonar og Ólafs Hauks Símonarsonar sem gerði allt vitlaust fyrir þrjátíu árum. Hún hefur að geyma hina óborganlegu senu þar sem skeggjaður og síðhærður Jón Júlíusson stendur fyrir utan einbýlishús í Grindavík og segir: "Skyldi fólk elskast meira í svona húsum?" Landinn bókstaflega ærðist yfir hrokanum í þessum piltum. Blöðin loguðu. Sama kvöld er líka sýnd Lífsmark, önnur heimildarmynd sem Þorsteinn og Ólafur gerðu um svipað leyti. Sú mynd sýnir íslenska hippamennsku í hnotskurn, kommúnu sem nokkur ungmenni settu á stofn nálægt Hveragerði. Brauðbakstur, kartöflutínslu, djammsession, leðuriðju - allt þetta. Myndin fjallar samt aðallega um lífsgæðakapphlaupið - orð sem maður er því miður næstum hættur að heyra. Hápunktur myndarinnar er þó þegar auglýsingastjóri Skjás eins kemur labbandi í fullum arabaskrúða. Þetta voru gamlir góðir tímar. Svo hitti ég Thor Vilhjálmsson í Lækjargötunni um daginn. Thor fékk að velja sitt eigið prógram hjá Kvikmyndasafninu í vetur, uppáhaldsmyndirnar sínar. Valdi auðvitað alvöru evrópska kvikmyndaklassík, ekkert drasl. Andrei Rúblev eftir Tarkovskíj, La Notte eftir Antonioni og Nazarín eftir Bunuel. Ég kvartaði undan því að það væri svo langt í Hafnarfjörð, ég kæmist ekki þangað bíllaus maðurinn. Thor sá ekki að það væri neinum vandkvæðum bundið og bauðst umsvifalaust til að ná í mig og flytja mig á sýningarnar... Sjá sýningarskrá Kvikmyndasafns Íslands
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun