Ríkið tekur 84% af vodkaflösku 15. september 2004 00:01 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga Íslendingar heimsmet í skattlagningu á áfengi. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR fer hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði. Þannig borgar neytandinn ríkinu 2419 krónur í skatt af hverri keyptri 700 ml. Absolut vodkaflösku, sem kostar 2880 krónur í vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði 24,5% virðisaukaskattur, sem hljóðar upp á 567 kr. í þessu tiltekna dæmi, og áfengisgjald, sem hljóðar upp á 1852 krónur. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Þannig tekur ríkið um 59% af hverri seldri flösku af Baileys líkjör, 62% af tiltölulega ódýrri franskri Merlot rauðvínsflösku og 68% af hverri seldri dós af Tuborg Gold. Þegar áfengisgjald á sterkt vín, þar sem skatthlutfallið er hvað hæst, er borið saman við áfengisgjöld í nágrannalöndum sést ótvírætt að Íslendingar eiga vinninginn í álagningu. Bretar leggja 1066 kr áfengisgjald á hvern lítra af 40% áfengi, Þjóðverjar 447 krónur, Danir 667 krónur, Svíar 1891 krónu og Kýpurbúar 71 krónu. Norðmenn skattleggja rausnarlega og leggja 2327 krónur á hvern seldan lítra af 40% áfengi, en komast þó ekki með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana, með 2646 krónur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira