Tek við góðu búi 15. september 2004 00:01 Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni, stór og smá, bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málaflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru alls staðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og mörgu verið áorkað. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitarstjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og ég býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takast á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel." Sigríður Anna Þórðardóttir: * Fædd á Siglufirði 1946. * Stúdent frá MA. BA próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. * Framhaldsnám við Minnesota-háskóla. * Kennari í Grundarfirði og Mosfellsbæ. * Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði. * Alþingismaður frá 1991. * Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks 1998-2003. * Hefur setið í menntamálanefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og tryggingarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd. * Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. * Gift Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni, stór og smá, bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málaflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru alls staðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og mörgu verið áorkað. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitarstjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og ég býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takast á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel." Sigríður Anna Þórðardóttir: * Fædd á Siglufirði 1946. * Stúdent frá MA. BA próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. * Framhaldsnám við Minnesota-háskóla. * Kennari í Grundarfirði og Mosfellsbæ. * Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði. * Alþingismaður frá 1991. * Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks 1998-2003. * Hefur setið í menntamálanefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og tryggingarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd. * Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. * Gift Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira