Lærði af þeim bestu 7. september 2004 00:01 Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira