Menning

Sveppatínsla í Heiðmörk

Í dag verður farin sveppatínsluferð í Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Leiðbeinandi í göngunni er Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógarvistfræðingur hjá Rannsóknarstöðinni á Mógilsá. "Nú er sveppatíminn í algleymingi og um að gera að ná sér í sveppi fyrir veturinn," segir Bjarni. "Ég mun hitta fólk í Furulundi þar sem er grill og leikaðstaða, norðarlega í Heiðmörkinni. Í göngunni ætla ég að veita fræðslu um sveppi, sveppatínslu og meðferð sveppa. Aðalatriðið er að kenna fólki að þekkja helstu matsveppi en þessi ganga er fyrir þá sem langar að komast inn í skógana og sveppatínsluna, ekki síst byrjendur. Sveppatínsla er á Íslandi er mun einfaldari hér en í nágrannalöndunum. Það er líka gaman fyrir fólk að vita að hér er hægt að tína flesta þá sveppi sem finnast í nágrannalöndunum, sem eru margir hverjir seldir í gourmet-búðum fyrir tugþúsundir kílóið." Allir eru velkomnir í gönguna með Bjarna sem hefst sem fyrr segir stundvíslega kl. 10 á morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×