Algjör matarfíkill 2. september 2004 00:01 María Björk Sverrisdóttir er mikið fyrir góðan mat. "Ég er matarfíkill og matur er helsta nautnin í mínu lífi. Mér finnst rosagaman að fara út að borða og finnst þá gaman að borða öðruvís mat. Mér finnst alveg gaman að elda en ég er oft mjög upptekin svo ég borða mikið úti. Ég elda sjaldan og stundum biðja börnin mín mig að elda fisk eða einhvern hversdagsmat ólíkt öðrum börnum sem kannski fá sjaldnar pitsu eða annan heimsendan mat." María ratar samt alveg um eldhúsið sitt. "Mér finnst mjög gaman að drekka gott rauðvín og elda góðan mat. Ég á nokkrar uppskriftir sem klikka ekki og ég held mig frekar við þær en að prófa eitthvað nýtt. Ég er ekki tilraunakokkur og vil láta þá sem vitið hafa elda það sem þeir gera best, En ég er talin góð í því að elda það sem ég kann. Ég kann að gera frábæran lax með kókosmassa utan um og með appelsínusósu og hvítlauk. Svo hef ég líka þann sið að þegar ég fæ góðan mat hjá vinum mínum fæ ég uppskriftina og elda hana svo. Þannig lærði ég t.d. að gera chili-kjúkling a la Jónas R. og Diddú lét mig fá uppskrift að pasta með engu kjöti en fullt af hvítlauk, ólífum og tómötum en þar er það mysingur sem gerir gæfumuninn." Hver er besti maturinn sem María matgæðingur hefur fengið? "Ég fer stundum til Ísraels og þar fæ ég gæsalifur sem er grilluð en samt eiginlega hrá og hún bráðnar upp í manni og það er, held ég, eitt það besta sem ég hef smakkað." María mun ekki ná að elda næstu daga því Söngskóli Maríu og Siggu er að hefja hauststarfið í nýju húsnæði og það er í morg horn að líta. En hún á vonandi eftir að finna tíma til að borða almennilega. Matur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
María Björk Sverrisdóttir er mikið fyrir góðan mat. "Ég er matarfíkill og matur er helsta nautnin í mínu lífi. Mér finnst rosagaman að fara út að borða og finnst þá gaman að borða öðruvís mat. Mér finnst alveg gaman að elda en ég er oft mjög upptekin svo ég borða mikið úti. Ég elda sjaldan og stundum biðja börnin mín mig að elda fisk eða einhvern hversdagsmat ólíkt öðrum börnum sem kannski fá sjaldnar pitsu eða annan heimsendan mat." María ratar samt alveg um eldhúsið sitt. "Mér finnst mjög gaman að drekka gott rauðvín og elda góðan mat. Ég á nokkrar uppskriftir sem klikka ekki og ég held mig frekar við þær en að prófa eitthvað nýtt. Ég er ekki tilraunakokkur og vil láta þá sem vitið hafa elda það sem þeir gera best, En ég er talin góð í því að elda það sem ég kann. Ég kann að gera frábæran lax með kókosmassa utan um og með appelsínusósu og hvítlauk. Svo hef ég líka þann sið að þegar ég fæ góðan mat hjá vinum mínum fæ ég uppskriftina og elda hana svo. Þannig lærði ég t.d. að gera chili-kjúkling a la Jónas R. og Diddú lét mig fá uppskrift að pasta með engu kjöti en fullt af hvítlauk, ólífum og tómötum en þar er það mysingur sem gerir gæfumuninn." Hver er besti maturinn sem María matgæðingur hefur fengið? "Ég fer stundum til Ísraels og þar fæ ég gæsalifur sem er grilluð en samt eiginlega hrá og hún bráðnar upp í manni og það er, held ég, eitt það besta sem ég hef smakkað." María mun ekki ná að elda næstu daga því Söngskóli Maríu og Siggu er að hefja hauststarfið í nýju húsnæði og það er í morg horn að líta. En hún á vonandi eftir að finna tíma til að borða almennilega.
Matur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira