Leikhópurinn stal skrúðgöngunni 2. september 2004 00:01 "Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur. Ferðalög Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur.
Ferðalög Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið