25.000 manna samsöngur í Tallin 18. ágúst 2004 00:01 Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg," Ferðalög Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg,"
Ferðalög Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira