Vandamál að týna vegabréfi 18. ágúst 2004 00:01 Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu." Ferðalög Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu."
Ferðalög Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira