Ilmvatnsframleiðandinn Chanel hefur nú ráðið fyrirsætuna Kate Moss aftur til starfa. Kate hefur látið frekar illa upp á síðkastið og héldu því flestir að Chanel myndi láta hana róa sinn sjó. En hún var ráðin aftur til að vera andlit Coco Madomoiselle ilmsins. Herferð vegna ilmvatnsins hefst á næsta ári og segja fróðir menn að Kate hafi fengið væna fúlgu fyrir samninginn.
