Nýjasta æðið í Bandaríkjunum eru gul armbönd kennd við Lance Armstrong. Þessi armbönd eru til styrktar fólki með krabbamein og hafa allar helstu stjörnurnar vestan hafs sést bera þau; allt frá George Bush forseta til leikarans og prakkarans Ashton Kutcher.
Armböndin kosta aðeins um einn dollara og hefur sala á þeim nú þegar farið yfir sjö milljónir dollara. Ekki spillir fyrir að málefnið er gott og þarft þar sem einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
