Vilja þingsályktun í stað laga 11. júlí 2004 00:01 Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira