Framsóknarflokkur minnstur 10. júlí 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira