Harlem Sophisticate í haust 6. júlí 2004 00:01 Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira