Í kvenmannsjakka með sítt hár 1. júlí 2004 00:01 "Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
"Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira